Góður undirbúningur skilar betri árangri og meiri sátt
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, kom á fund með samningseiningum BSRB í gær og fjallaði um mikilvægi góðs undirbúnings fyrir samningaviðræður og hvað skipti máli að hafa í huga þegar sest er að samningaborðinu. Í máli Aðalsteins kom fram að góður undirbúningur sem felst m.a. greiningarvinnu, teymisvinnu og samskiptum við baklandið skilar sér í betri árangri og meiri sátt með niðurstöðuna.
16. sep 2022
Samningseiningar, kjaraviðræður, kjarasamingur