Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Rosa Pavanell nýr formaður PSI

Rosa Pavanell nýr formaður PSI

Rosa Pavanelli, var rétt í þessu kjörinn nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (PSI) á þingi samtakanna í S-Afríku. Hlaut hún yfirburðarkosningu og lagði Peter Waldorff, fráfarandi framkvæmdastjóra PSI, með meira en helmings mun.
Lesa meira
Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs

Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 08:00 - 10:30. Á fundinum verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum:
Lesa meira
Formaður BSRB með erindi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara

Formaður BSRB með erindi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, hélt í dag erindi á kjaramálaráðstefnu á vegum Landssambands eldri borgara í Reykjavík. Þar fjallaði formaður BSRB um samspil tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, samspil þess við lífeyrisgreiðslur og kynbundinn launamun. Meðal þess kom fram í máli Elínar Bjargar var að breyta verði lífeyriskerfinu á þann veg að fólk njóti þess þegar á lífeyrisaldur er komið að hafa greitt í lífeyrissjóði á starfsævi sinni í formi hærri ráðstöfunartekna en ella. Þá fjallaði hún um kynbundinn launamun sem mælist 13,1% á landinu öllu samkvæmt kjarakönnun BSRB. Benti Elín Björg m.a. á að ef launamunurinn verði ekki upprættur á vinnumarkaði samtímans muni hann fylgja fólki inn í lífeyriskerfi framtíðarinnar.
Lesa meira
Evrópskur dagur aðgerða og samstöðu í dag

Evrópskur dagur aðgerða og samstöðu í dag

Dagur aðgerða og samstöðu er haldin í Evrópu í dag að frumkvæði ETUC, sambands verkalýðsfélaga í Evrópu. Fyrir vikið eru víða verkföll og mótmælaaðgerðir á vegum hinna ýmsu verkalýðsfélaga í dag. Aðgerðunum er ætlað að verkja athygli á því mikla og vaxandi atvinnuleysi sem nú er í Evrópu og mótmæla þeim miklum niðurskurðar og aðhaldsaðgerðum sem margar ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa staðið fyrir. Búist er við að samgöngur truflist víða en um 40 verkalýðssamtök í meira en 20 Evrópuríkjum ætla að leggja niður störf í dag. Aðgerðirnar munu eflaust hafa talsverð áhrif á Spáni, Ítalíu, í Grikklandi og Portúgal þar sem vinnustöðvanir hafa verið boðaðar en boðað hefur verið til mótmæla og samstöðufunda í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Lesa meira
Skýrsla um rekstrarumhverfi leigusala íbúðarhúsnæðis

Skýrsla um rekstrarumhverfi leigusala íbúðarhúsnæðis

Vinnuhópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að skoða rekstrar- og skattaumhverfi félaga og einstaklinga sem leigja út íbúðarhúsnæði hefur skilað ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum til úrbóta. Störf hópsins eru hluti vinnu við að útfæra tillögur um opinbera húsnæðisstefnu. Sagt er frá málinu á vef stjórnarráðsins og þar kemur fram að í apríl 2011 voru kynntar niðurstöður samráðshóps velferðarráðherra um húsnæðisstefnu stjórnvalda sem í meginatriðum felast í upptöku húsnæðisbóta, að hið opinbera stuðli að auknu framboði af leigu- og búseturéttaríbúðum og að öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál verði efld. BSRB átti fulltrúa í hópnum sem kom sjónarmiðum bandalagsins í húsnæðismálum á framfæri við hópinn.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?