Dagur aðgerða og samstöðu er haldin í Evrópu í dag að frumkvæði ETUC, sambands verkalýðsfélaga í Evrópu. Fyrir vikið eru víða verkföll og mótmælaaðgerðir á vegum hinna ýmsu verkalýðsfélaga í dag. Aðgerðunum er ætlað að verkja athygli á því mikla og vaxandi atvinnuleysi sem nú er í Evrópu og mótmæla þeim miklum niðurskurðar og aðhaldsaðgerðum sem margar ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa staðið fyrir.
Búist er við að samgöngur truflist víða en um 40 verkalýðssamtök í meira en 20 Evrópuríkjum ætla að leggja niður störf í dag. Aðgerðirnar munu eflaust hafa talsverð áhrif á Spáni, Ítalíu, í Grikklandi og Portúgal þar sem vinnustöðvanir hafa verið boðaðar en boðað hefur verið til mótmæla og samstöðufunda í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
16. nóv 2012