Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Ályktun SFR um kjaramál

Ályktun SFR um kjaramál

Trúnaðarmannaráð SFR ályktaði um kjaramál á fundi sínum í síðustu viku. Ráðið gerir þá kröfu á stjórnvöld að næstu kjarasamningar feli í sér verulega kaupmáttaraukningu enda hafa launafólk lagt mikið á sig á síðast liðnum árum til þess að tryggja stöðugleika.
Lesa meira
Ályktun SLFÍ

Ályktun SLFÍ

Fjölmennur fundur Trúnaðarmannaráðs Sjúkraliðafélags Íslands ályktaði á fundi sínum í síðustu viku. Þar kom m.a. fram mikil gagnrýni á ítrekaðan niðurskurð til heilbrigðismála, gríðarlegt álag á sjúkraliðastéttina og gistináttagjaldi á sjúklinga. Einnig er gagnrýnt að enn skuli vera jafn mikill óútskýrður launamunur á Íslandi og raun ber vitni. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:
Lesa meira
SFR ályktar

SFR ályktar

Fjölmennur fundur trúnaðarmanna hjá SFR var haldinn í gær. Þar kynnti Tómas Bjarnason frá Capacent m.a. niðurstöður launakönnunar, Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB rakti innihald fjárlagafrumvarpsins og Árni Stefán Jónsson fór yfir stöðu mála í undirbúningi kjarasamningsviðræðnanna.
Lesa meira
Framkvæmdastjóri NFS í heimsókn

Framkvæmdastjóri NFS í heimsókn

Christina J. Colclough framkvæmdastjóri NFS, sem eru heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum, er í heimsókn hér á landi og átti fund með formanni og starfsfólki BSRB fyrr í dag. Þar fræddist Christina um stefnu BSRB, íslenska efnahagskerfið og komandi kjarasamninga svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira
Pistill formanns BSRB

Pistill formanns BSRB

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár þar sem margvíslegar aðhalds- og niðurskurðarkröfur birtast okkur. Sem dæmi hefur verið boðað að fækka eigi ríkisstofnunum um að minnsta kosti 50 og taka á gjald fyrir innlagnir á sjúkrahús. Þá eru raunlækkanir á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins talsverðar frá fyrra ári. Full ástæða er því til að hafa nokkrar áhyggjur af því í hvaða átt íslenskt þjóðfélag er að þróast ef þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á fyrsta fjárlagaári sínu, ríkisstjórnin sem var kosin vegna loforða um að bæta hag heimilanna í landinu.
Lesa meira
Stefnumótun í vinnuvernd

Stefnumótun í vinnuvernd

Þann 24. október verður haldin ráðstefna um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020 á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 12.15 með „vinnuverndarforrétti” (léttur hádegisverður) sem verður upphitun fyrir það sem koma skal. Markmið fundarins er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.
Lesa meira
Formaður BSRB um fjárlög

Formaður BSRB um fjárlög

„Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út við fyrsta yfirlestur boðar það ekki eins miklar breytingar og margir áttu ef til vill von á. Mér finnst frumvarpið sýna að ríkisstjórnin hafi áttað sig á að ekki er hægt að framkvæma allar þær breytingar sem boðaðar höfðu verið í einu, þ.e.a.s. lækka skatta, minnka skuldir og halda uppi velferðarkerfinu á sama tíma,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB um fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í dag.
Lesa meira
Félagsmenn BSRB vilja hækkun launa

Félagsmenn BSRB vilja hækkun launa

Í kjarakönnun BSRB voru félagsmenn bandalagsins spurðir að því hvað þeim þætti að sitt stéttarfélag ætti að leggja mesta áherslu á í starfsemi sinni á næstu mánuðum og í komandi kjarasamningsviðræðum. Flestir nefndu hækkun launa sem mikilvægasta atriðið en þar á eftir töldu flestir að mikilvægast væri að hækka lægstu laun umfram önnur laun.
Lesa meira
Formaður BSRB með erindi

Formaður BSRB með erindi

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB mun í kvöld halda erindi um kynbundinn launamun og niðurstöður kjarakönnunar BSRB 2013. Erindið verður haldið á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar þar sem umræðu- og umfjöllunarefnið verður kynbundinn launamunur og fer fundurinn fram kl. 20:00 á Hallveigarstíg 1.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?