Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Áramótaávarp formanns BSRB

Áramótaávarp formanns BSRB

Í áramótaávarpi formanns BSRB fjallar Elín Björg Jónsdóttir m.a. um mikilvægi þess að vanda til verka við gerð kjarasamninga til lengri tíma og hversu mikilvægt er að gera körlum kleift að verja auknum tíma með fjölskyldum sínum með sveigjanlegri og fyrirsjáanlegri vinnutíma, mikilvægi á góðu samspil fjölskyldu og atvinnulífs og hvernig jafnræði á heimilum fólks skilar sér í auknu jafnrétti á vinnumarkaði.
Lesa meira
Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð

Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Opnunartími skrifstofu BSRB yfir hátíðarnar verður með hefðbundnu sniði.
Lesa meira
BSRB & ASÍ varðandi desemberuppbót atvinnuleitenda

BSRB & ASÍ varðandi desemberuppbót atvinnuleitenda

Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur.
Lesa meira
Vandi Sunnuhlíðar er vandi stjórnvalda

Vandi Sunnuhlíðar er vandi stjórnvalda

Stéttarfélög starfsmanna í Sunnuhlíð lýsa yfir þungum áhyggjum af rekstrarstöðu Sunnuhlíðar, sem virðist vera á leiðinni í þrot. Málefni aldraðra eru óumdeilanlega á ábyrgð ríkisins og það er stjórnvalda að tryggja jafnvægi og öryggi þessa hóps, án undanbragða. Ef ríkið tekur ekki við rekstri Sunnuhlíðar munu íbúar þar missa heimili sín og fjölmargir starfsmenn missa atvinnu sína. Stjórnendur Sunnuhlíðar hafa ítrekað vakið athygli á erfiðri rekstrarstöðu heimilisins án árangurs. Skapast hefur óviðeigandi ástand fyrir starfsmenn og íbúa heimilisins.
Lesa meira
Gengið til friðar í 35 ár

Gengið til friðar í 35 ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú.
Lesa meira
Formaður SFR um Vinnumálastofnun

Formaður SFR um Vinnumálastofnun

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu í þinginu liggur fyrir að Vinnumálastofnun verði að draga úr rekstrarútgjöldum um 342,5 m.kr. frá árinu 2013. Þetta gerir um 27% niðurskurð á einu ári sem hefur gríðarleg áhrif á starfsemi stofnunarinnar.
Lesa meira
Mikil raunlækkun barnabóta síðustu ár

Mikil raunlækkun barnabóta síðustu ár

Nú hefur ríkisstjórnin gefið það út að lækka eigi barnabætur á næsta ári. Þótt útfærsla þess sé ekki full ljós hefur fjármálaráðherra talað um að lækka hámarksbætur og heildarframlög til barnabóta verða lækkuð um 300 milljónir.
Lesa meira
Stöndum við stóru orðin

Stöndum við stóru orðin

Í síðasta mánuði hleypti BSRB af stað átaki sem miðar að því að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar við að standa við kosningaloforð sín. Nú þegar hefur mikill fjöldi fólk tekið þátt í átakinu sem fer fram í gegnum einfalt krossapróf á Facebook.
Lesa meira
Formaður BSRB: Niðurskurður eða niðurrif?

Formaður BSRB: Niðurskurður eða niðurrif?

Uppsagnir rúmlega fimmtungs starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa eðlilega vakið upp hörð viðbrögð. Aðgerðir gærdagsins eru aðeins nýjasta viðbótin við fjölda uppsagna innan almannaþjónustunnar. Nýverið var fjölda opinberra starfsmanna sagt upp störfum, t.d. hjá Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnun. Ástandið í heilbrigðisþjónustunni þekkja allir.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?