Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Formaður SFR um Vinnumálastofnun

Formaður SFR um Vinnumálastofnun

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu í þinginu liggur fyrir að Vinnumálastofnun verði að draga úr rekstrarútgjöldum um 342,5 m.kr. frá árinu 2013. Þetta gerir um 27% niðurskurð á einu ári sem hefur gríðarleg áhrif á starfsemi stofnunarinnar.
Lesa meira
Mikil raunlækkun barnabóta síðustu ár

Mikil raunlækkun barnabóta síðustu ár

Nú hefur ríkisstjórnin gefið það út að lækka eigi barnabætur á næsta ári. Þótt útfærsla þess sé ekki full ljós hefur fjármálaráðherra talað um að lækka hámarksbætur og heildarframlög til barnabóta verða lækkuð um 300 milljónir.
Lesa meira
Stöndum við stóru orðin

Stöndum við stóru orðin

Í síðasta mánuði hleypti BSRB af stað átaki sem miðar að því að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar við að standa við kosningaloforð sín. Nú þegar hefur mikill fjöldi fólk tekið þátt í átakinu sem fer fram í gegnum einfalt krossapróf á Facebook.
Lesa meira
Formaður BSRB: Niðurskurður eða niðurrif?

Formaður BSRB: Niðurskurður eða niðurrif?

Uppsagnir rúmlega fimmtungs starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa eðlilega vakið upp hörð viðbrögð. Aðgerðir gærdagsins eru aðeins nýjasta viðbótin við fjölda uppsagna innan almannaþjónustunnar. Nýverið var fjölda opinberra starfsmanna sagt upp störfum, t.d. hjá Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnun. Ástandið í heilbrigðisþjónustunni þekkja allir.
Lesa meira
NFS leitar að framkvæmdastjóra

NFS leitar að framkvæmdastjóra

Staða framkvæmdastjóra NFS, Norræna verkalýðssambandsins, er nú laus til umsóknar. Viðfangsefni framkvæmdastjóra NFS er að leiða skrifstofu sambandsins, starfa með stjórn sambandsins og koma fram fyrir hönd NFS út á við. Framkvæmdastjórinn er kosinn af stjórn til fjögurra ára í senn með möguleika á framlengingu.
Lesa meira
Pistill formanns BSRB

Pistill formanns BSRB

Í aðdraganda þeirra kjarasamningsviðræðna sem nú standa yfir voru allir samningsaðilar sammála um að helsta markmiðið ætti að vera ná fram auknum kaupmætti launa. Undanfarið hafa svo Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri talað á þann veg að „hóflegar launahækkanir“ launafólks sé lykilinn að auknum kaupmætti. Talað hefur verið með þeim hætti að litlar launahækkanir einar og sér muni skila sér í minni verðbólgu, sterkara gengi krónunnar, aukinni fjárfestingu, aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og vitanlega því eftirsóknarverðasta – auknum kaupmætti launa.
Lesa meira
Frá Styrktarsjóði BSRB

Frá Styrktarsjóði BSRB

Styrktarsjóður BSRB bendir félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2013 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 17. desember nk.
Lesa meira
Karlar síður í hlutastörfum

Karlar síður í hlutastörfum

Á vef velferðarráðuneytisins segir að á bilinu 30–48% kvenna á Norðurlöndunum sem vinna hlutastörf segjast gera það vegna fjölskyldunnar. Mun færri karlar en konur vinna hlutastörf og þeir nefna miklu síður en konur að það sé fjölskyldunnar vegna. Í norrænni rannsókn nefndi enginn íslenskur karl að hann ynni hlutastarf vegna fjölskyldunnar. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði Arbeidsliv i Norden.
Lesa meira
Árni Stefán: Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar

Árni Stefán: Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar

Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB og formaður SFR, fjallaði í pistli á vef SFR í dag um tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Þar segir hann að eðli málsins samkvæmt snertir efni þeirra opinbera starfsmenn talsvert og líklegt má telja að þær muni hafa áhrif inn í nýhafnar kjarasamningsviðræður SFR og ríkisins.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?