Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Kröfugerð SFR birt

Kröfugerð SFR birt

Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti kröfugerð félagsins á fundi sínum í gær og verður hún kynnt viðsemjendur á næstunni. Í kröfugerðinni kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir því að samið verði til skamms tíma að þessu sinni. Enda ríkir mikil óvissa um þróun efnahagsmála og aðgerðir stjórnavalda í ríkisfjármálum.
Lesa meira
Framkvæmdastjóri BSRB í viðtali hjá TCO

Framkvæmdastjóri BSRB í viðtali hjá TCO

Á vef TCO, sem eru systursamtök BSRB í Svíþjóð, er rætt við Helgu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra BSRB. Þar er fjallað um þá staðreynd að í mælingum World Economic Forum frá árinu 2009 er Ísland í efsta sæti á lista yfir lönd m.t.t. jafnréttis. En þrátt fyrir það er enn talsvert um ójöfnuð á Íslandi, t.d. launamunur kynjanna.
Lesa meira
Launakönnun SFR, St.Rv og VR

Launakönnun SFR, St.Rv og VR

Tvö fjölmennustu aðildarfélög BSRB, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, hafa auk VR haft með sér samstarf um gerð launakannana undanfarin ár. Með þessum könnunum fást mikilvægar upplýsingar um launaþróun og samanburð milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum.
Lesa meira
Samningseiningafundur hjá BSRB

Samningseiningafundur hjá BSRB

Samningseiningar BSRB komu saman til fundar í gær til að ræða kröfugerð og helstu áherslur fyrir komandi kjarasamningsviðræður. Fulltrúar allra helstu samningseininga innan BSRB voru viðstaddir fundinn.
Lesa meira
20% geta hugsað sér að færa sig á leigumarkað

20% geta hugsað sér að færa sig á leigumarkað

Samkvæmt kjarakönnun BSRB telja 26,5% félagsmanna það líklegt að þeir myndu velja að leigja húsnæði til frambúðar frekar en að kaupa ef búseta þeirra væri tryggð í leiguhúsnæðinu. Það verður að teljast dágóður fjöldi þegar staðreyndin er sú að tæplega 85% félagsmanna BSRB búa í eigin húsnæði í dag
Lesa meira
Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Skráning er hafin á fjölda haustnámskeiða þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu. Síðasti skráningardagur er í dag, 12. september.
Lesa meira
Mikill munur á launamun eftir landssvæðum

Mikill munur á launamun eftir landssvæðum

Kynbundinn launamunur á landinu öllu mældist 11,4% í nýrri kjarakönnun sem Capacent framkvæmdi fyrir BSRB. Þegar kynbundni launamunurinn er skoðaður eftir landssvæðum sést hann er ansi breytilegur á milli staða.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um ríkisfjármál

Ályktun stjórnar BSRB um ríkisfjármál

Stjórn BSRB samþykkti ályktun um ríkisfjármál á fundi sínum á Egilsstöðum í dag. Þar er m.a. brýnt fyrir stjórnvöldum að frekari aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera muni hafa mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér og vinna gegn markmiðum stjórnvalda um að ná fram jöfnuði í ríkisrekstrinum.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB

Ályktun stjórnar BSRB

Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum sem nú stendur yfir á Egilsstöðum ályktun varðandi kynbundinn launamun. Ný kjarakönnun bandalagsins hefur sýnt fram á kynbundinn launamun innan BSRB upp á 11,4%.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?