Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Ráðstefna NTR á Íslandi

Ráðstefna NTR á Íslandi

Árleg ráðstefna NTR, Nordisk Tjänstemannsråd, fer að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 25. til 28. ágúst á Hilton Reykjavík Nordica. NTR eru samtök bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum og tæplega 100 fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum Noregi, Svíþjóð og Danmörku munu taka þátt.
Lesa meira

"Bitnar harðast á þeim sem síst skyldi"

Fréttastofa Ríkisútvarpsins vakti í gær athygli á því að vaxtabætur munu eftir áramótin lækka um allt að helming. „Það er auðvitað afleitt að það skuli vera útlit fyrir að það skuli vera afnám á þessu bráðabirgðaákvæði ekki síst vegna þess að það mun bitna á þeim sem síst skyldi það er tekjulágu fólki með háa skuldastöðu,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, þegar fréttastofa Rúv leitaði viðbragða hennar við þessu.
Lesa meira
Forystufræðsla – skráning hafin

Forystufræðsla – skráning hafin

Skráning er hafin á fjölda haustnámskeiða hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu. Þar á meðal er skráning hafin fyrir forystufræðsluna sem er unnin sameiginlega af BSRB og ASÍ.
Lesa meira
Sumarlokun á skrifstofu BSRB

Sumarlokun á skrifstofu BSRB

Skrifstofa BSRB verður lokuð frá 15. júlí og framyfir verslunarmannahelgina. Skrifstofan opnar aftur kl. 9:00 þriðjudaginn 6. ágúst.
Lesa meira
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Starfshópur um samræmingu á fjölskyldu og -atvinnulífi, sem lögfræðingur BSRB hefur átt sæti í, hefur nú skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012.
Lesa meira
Nýr vefur BSRB

Nýr vefur BSRB

BSRB hefur tekið nýjan vef í notkun. Mest af því efni sem var á gamla vefnum er aðgengilegt á þeim nýja en á næstu vikum mun meira af efni verða sett inn á vefinn og frekari endurbætur gerðar á honum. Ef notendum reynist erfitt að nálgast einhverjar ákveðnar upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið bsrb@bsrb.is.
Lesa meira
Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Út er kominn staðallinn ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar. Staðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?