Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
NFS leitar að framkvæmdastjóra

NFS leitar að framkvæmdastjóra

Staða framkvæmdastjóra NFS, Norræna verkalýðssambandsins, er nú laus til umsóknar. Viðfangsefni framkvæmdastjóra NFS er að leiða skrifstofu sambandsins, starfa með stjórn sambandsins og koma fram fyrir hönd NFS út á við. Framkvæmdastjórinn er kosinn af stjórn til fjögurra ára í senn með möguleika á framlengingu.
Lesa meira
Pistill formanns BSRB

Pistill formanns BSRB

Í aðdraganda þeirra kjarasamningsviðræðna sem nú standa yfir voru allir samningsaðilar sammála um að helsta markmiðið ætti að vera ná fram auknum kaupmætti launa. Undanfarið hafa svo Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri talað á þann veg að „hóflegar launahækkanir“ launafólks sé lykilinn að auknum kaupmætti. Talað hefur verið með þeim hætti að litlar launahækkanir einar og sér muni skila sér í minni verðbólgu, sterkara gengi krónunnar, aukinni fjárfestingu, aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og vitanlega því eftirsóknarverðasta – auknum kaupmætti launa.
Lesa meira
Frá Styrktarsjóði BSRB

Frá Styrktarsjóði BSRB

Styrktarsjóður BSRB bendir félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2013 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 17. desember nk.
Lesa meira
Karlar síður í hlutastörfum

Karlar síður í hlutastörfum

Á vef velferðarráðuneytisins segir að á bilinu 30–48% kvenna á Norðurlöndunum sem vinna hlutastörf segjast gera það vegna fjölskyldunnar. Mun færri karlar en konur vinna hlutastörf og þeir nefna miklu síður en konur að það sé fjölskyldunnar vegna. Í norrænni rannsókn nefndi enginn íslenskur karl að hann ynni hlutastarf vegna fjölskyldunnar. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði Arbeidsliv i Norden.
Lesa meira
Árni Stefán: Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar

Árni Stefán: Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar

Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB og formaður SFR, fjallaði í pistli á vef SFR í dag um tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Þar segir hann að eðli málsins samkvæmt snertir efni þeirra opinbera starfsmenn talsvert og líklegt má telja að þær muni hafa áhrif inn í nýhafnar kjarasamningsviðræður SFR og ríkisins.
Lesa meira
Stöndum við stóru orðin

Stöndum við stóru orðin

BSRB ætlar næstu vikurnar að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar að rifja upp kosningaloforð sín. Bandalagið býður fólki að slást með í för til að hvetja þingheim til að standa við þessi loforð. Allt mun þetta fara fram á nýrri Facebook-síðu BSRB sem finna má hér.
Lesa meira
Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn föstudaginn 8. nóvember næstkomandi og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tengslum við baráttudaginn 2011 undirituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sinum til að leggja þessu málefni lið. Sáttmálinn er því grunnur að frekari vinnu þeirra sem undirrituðu hann í Höfða 2011. Hvatt er eindregið til þess að sem flestir undirriti sáttmálann og sýni þar með hug sinn í verki.
Lesa meira
Starfslokanámskeið BSRB-dagskrá

Starfslokanámskeið BSRB-dagskrá

Fullbókað er í starfslokanámskeið sem haldið verður á vegum BSRB mánudaginn 18. nóvember 2013 kl. 16:15 til kl. 19:15 í húsnæði bandalagsins að Grettisgötu 89, 1. hæð. Annað námskeið verður sett á eftir áramótin og mun það verða auglýst hér á síðu BSRB og á heimsíðum aðildarfélaganna.
Lesa meira
Formaður SFR: Fordómar og þekkingarleysi

Formaður SFR: Fordómar og þekkingarleysi

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fækkun ríkisstarfsmanna og hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að svo virðist sem sumum stjórnmálamönnum finnist það í lagi að fjalla um fækkun og uppsagnir ríkisstarfsmanna eins og hvert annað hundsbit. „Það að segja upp fólki og kasta því í atvinnuleysispyttinn er stóralvarlegt mál og á aldrei að fjalla um af léttúð.“
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?