Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Vinnuvernd ehf. í samvinnu við Mannvit hf. stendur fyrir námskeiði sem ætlað er öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og starfsmönnum mannauðsmála sem haldið er í Reykjavík dagana 3. og 4. mars.
Lesa meira
Norræn skýrsla um „vaxtarverki“ Svansins

Norræn skýrsla um „vaxtarverki“ Svansins

Norrænu sjálfsstjórnarsvæðin í Færeyjum, Grænlandi og á Álandseyjum geta horft til reynslu Íslendinga af framgangi norræna umhverfismerkisins Svansins. Út er komin ný norræn skýrsla þar sem fjallað er um „vaxtarverki“ Svansins í minni norrænum samfélögum.
Lesa meira
Konur í hefðbundnum karlastörfum

Konur í hefðbundnum karlastörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar.
Lesa meira
Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Nokkur námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB fara fram í mars og apríl. Áherslan þessa vorönn er á nokkra mikilvæga starfsþætti sem allir geta eflt og unnið með. Þannig mætum við nýjum áskorunum og ábyrgð í starfi.
Lesa meira
Sameining Kjalar og St. Skagafjarðar samþykkt

Sameining Kjalar og St. Skagafjarðar samþykkt

Á aðalfundi Starfsmannafélags Skagafjarðar sem haldinn var 17. febrúar var samþykkt að sameinast Kili stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Viðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma milli stjórna félaganna og undirrituðu þær samkomulag 23. janúar síðastliðinn þar sem sameiningin var ákveðin.
Lesa meira
Áfangaskýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti

Áfangaskýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti

Aðgerðarhópur um launajafnrétti hyggst framkvæma rannsókn á launamun kynjanna á þessu ári og gefa út skýrslu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Nú þegar hefur hópurinn skilað félags- og húsnæðismálaráðherra áfangaskýrslu með samantekt á nýlegum launakönnunum og umfjöllun um norrænt samstarf og fyrirmyndir að verkefnum.
Lesa meira
Femínísk flóðbylgja í Hörpu

Femínísk flóðbylgja í Hörpu

Stefnt er að því að einn milljarður manna í 207 löndum og komi saman á morgun og dansi í tilefni af átakinu Milljarður rís. Uppátækið heppnaðist sérstaklega vel í fyrra og létu Íslendingar sitt ekki eftir liggja og 2100 menn, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál.
Lesa meira
1-1-2 dagurinn í dag

1-1-2 dagurinn í dag

112 og samstarfsaðilar vegna 112-dagsins leggja mikla áherslu á að fólk hugi betur að öryggi í ferðalögum að vetri til. Vetrarmánuðirnir eru gríðarlega annasamir hjá 112 og viðbragðsaðilum vegna ferðalaga og útivistar við misjafnar og stundum mjög varasamar aðstæður. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri 112, segir að með því að vanda betur undirbúning ferðalaga megi draga verulega úr hættu á slysum og erfiðleikum og auðvelda leit og björgun þegar á þarf að halda.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?