Nýr samfélagssáttmáli
Sonja Ýr Þorbergsdóttir. formaður BSRB segir í grein á Kjarnanum tíma til kominn að gera nýjan samfélagssáttmála þar sem jöfnuður og jafnrétti sé í fyrsta sæti og endurskoða þurfi hugmyndir okkar um verðmætasköpun. Á næsta ári losni kjarasamningar meirihluta aðildarfélaga BSRB og þær áherslur sem verða í forgangi í aðdraganda kjarasamningsviðræðna séu jöfnun launa milli markaða, endurmat á virði kvennastétta og að stytting vinnuvikunnar verði fest í sessi og framkvæmd hennar lagfærð.
28. des 2022
samfélagsáttmáli, jöfnður