Mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu
BSRB telur nauðsynlegt að ráðist verði í mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu. Koma þurfi til móts við lífeyrisþega, leigjendur, barnafjölskyldur og atvinnuleitendur vegna aukins kostnaðar. Þótt megi fagna framlagningu frumvarps ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu telur bandalagið þörf á frekari aðgerðum og gerir athugasemdir við útfærslur frumvarpsins. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um málið.
31. maí 2022