Lýðræði, norrænt samstarf og réttlát umskipti til umfjöllunar á 50 ára afmælisþingi NFS
Fulltrúar úr verkalýðshreyfingunni á Norðurlöndunum komu saman á 50 ára afmælisþingi NFS Norræna verkalýðssambandsins í Osló dagana 27. – 29. september. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur bandalagsins sóttu þingið fyrir hönd BSRB.