Dagný ráðin lögfræðingur BSRB

Dagný Ósk Aradóttir Pind er nýr lögfræðingur BSRB.

Dagný Ósk Aradóttir Pind hefur hafið störf sem lögfræðingur BSRB. Hún tekur við starfinu af Sonju Ýr Þorbergsdóttur sem var kjörin formaður BSRB á þingi bandalagsins í október síðastliðnum. Dagný mun sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og jafnframt vera sérfræðingur bandalagsins í jafnréttismálum.

Dagný lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hluta námsins tók hún í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk einnig LLM gráðu í vinnurétti og samskiptum á vinnumarkaði frá Háskólanum í Tilburg, Hollandi, fyrr á þessu ári. Síðustu ár hefur hún starfað sem lögmaður í verkalýðshreyfingunni, lengst af fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands. Hún hefur einnig verið stundakennari í vinnurétti við Háskólann í Reykjavík.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?