Ræða formanns BSRB á 1. maí
„Okkur tókst að byggja upp samfélag þar sem jöfnuður fólksins var settur framar öllu – kerfi sem veitti fólki jafnari tækifæri, óháð efnahag, fjölskylduaðstæðum og búsetu. Eins og sakir standa erum við að þróast frá þessari samfélagsgerð yfir í samfélag aukinnar misskiptingar og ójafnaðar. Grunngildum okkar er ógnað og það munum við ekki sætta okkur við,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi fyrr í dag á baráttudegi verkalýðsins.
01. maí 2014