Ríkið verður að standa við skuldbindingar sínar
„Ástæða þessa vanda er að ríkið hefur ekki staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar. Frá því fyrir hrun hefur ríkið ákveðið að nýta þessa fjármuni í önnur verkefni í stað þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart opinberu lífeyrissjóðunum líkt og ríkinu ber að gera,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um vanda B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er til umfjöllunar í Fréttablaðinu í dag. Þar fullyrt er að ríkið þurfi að greiða 23 til 24 milljarða árlega eftir árið 2027 ef ekkert verði að gert fyrir þann tíma.
28. maí 2014