Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Laun á opinberum markaði 17% lægri

Laun á opinberum markaði 17% lægri

Launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins er 17% samkvæmt kjarakönnun SFR og samanburði við VR félaga. Borin voru saman laun á milli félagsmanna í sambærilegum störfum og sýndi það sig að enn er almenni markaðurinn talsvert á undan hinum opinbera í launaþróun.
Lesa meira
Málþing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja

Málþing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja

Þann 13. október mun Samband lífeyrisþega ríkis og bæja efna til málþings þar sem fjögur erindi er varða hin ýmsu málefni lífeyrisþega verða flutt. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala og Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona munu allar flytja erindi en ítarlegri dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.
Lesa meira
Lögfræðingur BSRB á Rás 2

Lögfræðingur BSRB á Rás 2

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar fjallaði hún m.a. um rangfærslur í málflutningi formanns og varaformanns fjárlaganefndar.
Lesa meira
Nýr lögfræðingur á BSRB

Nýr lögfræðingur á BSRB

Dalla Ólafsdóttir hefur hafið störf hjá skrifstofu BSRB. Dalla er lögfræðingur að mennt og mun hún sinna almennum lögfræðistörfum fyrir bandalagið. Hún starfaði áður m.a. hjá Alþýðusambandi Íslands og fjölmiðlanefnd.
Lesa meira
SfK samþykkir verkfall

SfK samþykkir verkfall

Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna að boða til verkfalls. Alls tóku 62,82% félagsmanna SfK þátt í atkvæðagreiðslunni og þar af samþykktu 89,89% verkfallsboðanir. Að óbreyttu munu félagsmenn SfK því leggja niður störf dagana 14., 15., 21. og 22. október. Allsherjarverkfall mun svo hefjast þann 1. nóvember hafi ekki tekist að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að vinnustöðvanirnar munu hafa umtalsverð áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla, íþróttahús, sundlaugar og velferðarsvið Kópavogsbæjar.
Lesa meira
Ráðstefna: Þriðja æviskeiðið

Ráðstefna: Þriðja æviskeiðið

Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið - nýtum og njótum fer fram á morgun, þann 23. september nk. í Listasafni Reykjavíkur. Þar verður m.a. fjallað um hið svokallaða þriðja æviskeið sem yfirleitt er skilgreint sem tímabilið eftir fimmtugt. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.
Lesa meira
Formaður BSRB: Vilja breyta skerðingarmörkum barnabóta

Formaður BSRB: Vilja breyta skerðingarmörkum barnabóta

Formaður BSRB segir í samtali við Ríkisútvarpið að eðlilegt væri að breyta fyrirkomulagi barnabóta þannig að skerðingarmörkum þeirra verði breytt svo fleiri fái notið fullra bóta. BSRB hefur lýst yfir ánægju sinni með að hækka eigi barnabæturnar en hefur jafnframt bent á að breyta þurfi skerðingarhlutfallinu.
Lesa meira
Trúnaðarmannanámskeið - skráning stendur yfir

Trúnaðarmannanámskeið - skráning stendur yfir

Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.
Lesa meira
Kjarakönnun SFR og STRV

Kjarakönnun SFR og STRV

Árleg launakönnun tveggja stærstu aðildarfélaga BSRB, SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.), sem framkvæmd er af Capacent leiðir í ljós að hækkun heildarlauna hjá félögunum eru á bilinu 5-7% milli ára. SFR félagar hækkuðu að meðaltali um 7% en félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um 5%. Kjarasamningsbundnar hækkanir hjá félögunum á tímabilinu voru krónutöluhækkanir og 3,25-3,5%. Þetta þýðir að laun félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa ekki haldið í við launavísitöluna og er það mikið áhyggjuefni. SFR félagar hafa hins vegar ná að halda í við launavísitölu á tímabilinu, þó laun margra séu enn lág.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?