Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ritar grein í Reykjavík vikublað sem kom út nú um helgina. Þar fjallar hún m.a. um mögulega hagkvæmni þess að stytta vinnuvikuna. Greinina má sjhá hér að neðan en blaðið í heild sinni má nálgast hér.
Starfsmannafélag Kópavogsbæjar hefur vísað kjaradeilu sinni við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Þá hafa Kjölur, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi framlengt kjarasamninga sína.
Formaður BSRB var gestur morgunútvarps Rásar 2 í gærmorgun þar sem hún ræddi um áform ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Þar sagði Elín Björg m.a. að sérkennilegt væri hvernig staðið var að því að tilkynna starfsfólki Fiskistofu um breytingarnar. Sumir hafi jafnvel verið kallaðir úr sumarfrí með sólarhrings fyrirvara.
Undanfarið hafa reglulega verið sagðar fréttir af því í fjölmiðlum að gera eigi breytingar á lífeyriskerfinu og m.a. hækka lífeyristökualdur. Rétt er að taka fram að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum og slíkar aðgerðir yrðu aðeins hluti af viðmeiri breytingum á lífeyriskerfi landsmanna.
Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag 19. júní. Það var þennan dag árið 1915 sem íslenskar konur fengu kosningarétt og um leið kjörgengi til Alþingis og verður þess áfanga minnst í dag, m.a. á Hallveigarstöðum þar sem hátíðardagskráin mun hefjast kl. 17:00.
Nordisk Forum hófst í Malmö í dag og mun fjöldi Íslendinga taka þátt í ráðstefnunni. Nordiskt Forum er skipulögð af norrænu kvennahreyfingunni á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og á meðan á ráðstefnunni stendur munu þátttakendur úr öllum áttum, fræðimenn, stjórnmálamenn, aktífistar, fulltrúar fyrirtækja og félagasamtaka, listamenn og femínistar, ræða áskoranir jafnréttisbaráttunnar í dag og lausnir framtíðarinnar.