Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða Alþýðusamband Íslands, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð til hádegisverðarfundar mánudaginn 9. mars 2015 þar sem fjallað verður um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Er tími til að njóta lífsins?“
„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi.
Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um undirbúning aðildarfélaga BSRB fyrir komandi kjaraviðræður. Formaður BSRB segir undirbúninginn ganga vel þó félögin séu mislangt á vel komin.
Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að líta megi á fastar mánaðarlegar starfskostnaðargreiðslur þingmanna sem launagreiðslur enda eru greiddir skattar eins og um hver önnur laun sé að ræða.