Rætt var við Helgu Jónsdóttur framkvæmdastjóra BSRB um styttingu vinnuvikunnar í þættinum Samfélagið á Rás 1 í gær. Í viðtalinu var fjallað almennt um styttingu vinnuvikunnar og nýhafið tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg þar um en Helga er fulltrúi BSRB í stýrihópi um verkefnið.
Helga sagði meðal annars frá því að vinnuvikan væri mun styttri í þeim löndum sem við berum okkur helst við eða um 4-5 stundum styttri og að unnar væru færri yfirvinnustundir. Þá ræddi hún um reynslu Svía af styttingu vinnuvikunnar, bæði vegna tilraunaverkefna og breytinga á vinnutíma. Þar í landi væri reynsla atvinnurekenda og starfsfólks góð, veikindafjarvistum fækkaði og starfsfólk veitir betri þjónustu.
Krafan um styttingu vinnuvikunnar færist stöðugt ofar í kröfugerð aðildarfélaga BSRB. Þannig hefur SFR, stærsta aðildarfélag bandalagsins, sett kröfuna í annað sæti í sinni kröfugerð.
Viðtalið má finna hér.