Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Dagskrá 1. maí á Akureyri

Dagskrá 1. maí á Akureyri

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 1. maí og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, verður aðal ræðumaður á baráttufundinum á Akureyri.
Lesa meira
Dagskrá 1. maí í Reykjavík

Dagskrá 1. maí í Reykjavík

Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn kemur þann 1. maí og verða baráttufundir haldnir af því tilefni víða um land. yfirskrift fundarins í Reykjavík að þessu sinni er „Jöfnuður býr til betra samfélag“ og mun varaformaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, vera einn ræðumanna á fundinum sem fer fram á Ingólfstorgi. Áður en fundurinn hefst verður farið í kröfugöngu niður Laugaveginn en ítarlegri dagsrká má sjá hér að neðan. Að fundi loknum mun BSRB bjóða í baráttukaffi í húsnæði sínu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
Starf VIRK skilar miklu til baka

Starf VIRK skilar miklu til baka

Starfsemi VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs sparar ríkinu, Tryggingastofnun og lífeyrissjóðunum milljarðaútgjöld skv. skýrslu Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings. Framkvæmdastjóri VIRK segir matið varfærið í samtali við fréttastofu Rúv.
Lesa meira
Formaður BSRB á ráðstefnunni í morgun

Formaður BSRB á ráðstefnunni í morgun

„Árin eftir hrun hafa verið launafólki mjög erfið, megin byrðar efnahagshrunsins hafa verið bornar af launafólki sem hefur mátt sætta sig við hækkun nánast allra tölfræði þátta sem mælikvarðar ná yfir – nema kannski launa sinna,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB á ráðstefnu BSR og ASÍ í morgun.
Lesa meira
Málþing - Að stika sér spönn á kvennaslóðum

Málþing - Að stika sér spönn á kvennaslóðum

Efnt verður til málþings laugardaginn 18. apríl kl. 14 í tengslum við sýninguna MENN sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða.
Lesa meira
Námskeið um vottun jafnlaunakerfa

Námskeið um vottun jafnlaunakerfa

Velferðarráðuneytið stendur ásamt endurmenntun Háskóla Íslands fyrir námskeiði um vottun jafnlaunakerfa. Á námskeiðinu verður fjallað um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, vinnurétt, kjarasamninga, launagreiningar og flokkun og mat á verðmæti starfa. Námskeiðinu lýkur með útgáfu skírteinis fyrir þá sem ljúka námskeiðinu með prófi.
Lesa meira
Góð ávöxtun LSR

Góð ávöxtun LSR

„Ávöxtun eigna LSR á árinu 2014 var mjög góð,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að: „Nafnávöxtun sjóðsins var 10,1% sem svarar til 8,9% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,7%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 milljarðar króna í árslok 2014. Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 156 milljarða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxtunar sjóðsins því á sama tíma hafa tekjur af fjárfestingum numið 150,1 milljarði króna.“
Lesa meira
Vel heppnað málþing um auðlindir

Vel heppnað málþing um auðlindir

Vel á annað hundrað manns mættu á málþing Landverndar og áhugafólks um sjálfbæra þróun um auðlindamál sem haldið var á Hótel Sögu laugardaginn 11. apríl undir yfirskriftinni Þjóðareign. Umfjöllunarefni málþingsins var nýting auðlinda Íslands, eignarhald og skipting auðlindaarðsins. Efnt var til þingsins með stuðningi ASÍ og BSRB. Fundarstjórar voru þeir Stefán Jón Hafstein og Þórarinn Eyfjörð.
Lesa meira
Krefjast afturköllunar uppsagna

Krefjast afturköllunar uppsagna

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu mótmælir harðlega þeim aðferðum sem viðhafðar voru við uppsagnir starfsfólks á Samgöngustofu fyrir skemmstu og gerir þá skýlausu kröfu að uppsagnirnar verði dregnar til baka hið fyrsta.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?