Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Hvað tefur í húsnæðismálum?

Hvað tefur í húsnæðismálum?

„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi.
Lesa meira
Undirbúningur kjaraviðræðna

Undirbúningur kjaraviðræðna

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um undirbúning aðildarfélaga BSRB fyrir komandi kjaraviðræður. Formaður BSRB segir undirbúninginn ganga vel þó félögin séu mislangt á vel komin.
Lesa meira
Starfskostnaður eða laun?

Starfskostnaður eða laun?

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að líta megi á fastar mánaðarlegar starfskostnaðargreiðslur þingmanna sem launagreiðslur enda eru greiddir skattar eins og um hver önnur laun sé að ræða.
Lesa meira
Svigrúm til launahækkana

Svigrúm til launahækkana

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv staða aðildarfélaga BSRB hljóti að vera sterkari við gerð kröfugerða fyrir komandi kjarasamninga í ljósi nýrrar skýrslu um launaþróun. Samkvæmt úttekt heildarsamtaka vinnumvarkaðarins á efnahagsumhverfi og launaþróun sem kom út fyrir helgi hækkaði tímakaup ríkisstarfsmanna innan BSRB minnst eða um 4,9%.
Lesa meira
Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla sem ber heitið „Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun“ var kynnt á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Skýrslan er afrakstur tveggja vinnuhópa á vegum samstarfsnefndar um launaupplýsingar sem er skipuð fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Lesa meira
Isavia greiði 7 milljónir vegna ólöglegrar uppsagnar

Isavia greiði 7 milljónir vegna ólöglegrar uppsagnar

Fyrir skemmstu féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsmanns BSRB og FÍF, félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þar var Isavia ohf. gert að greiða félagsmanninum miskabætur vegna meiðandi framkomu í hans garð auk bóta vegna fjártóns af völdum ólöglegrar uppsagnar hans, samtals 7.000.000 króna auk málskostnaðar. Dómurinn er sá nýjasti sem Isavia hefur fengið á sig vegna sambærilegra mála á síðustu árum.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum í Reykjavík í dag ályktun um mikilvægi þess að tryggja um jafnt aðgengi landsmanna allra að heilbrigðisþjónustu. Þar segir m.a. „heilsa fólks getur aldrei orðið eins og aðrar markaðsvörur í samfélagi sem vill kenna sig við jafnræði og réttlæti“ auk þess sem áhersla er lögð á að efling heilbrigðiskerfisins verði gerð með hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?