Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
SFR 75 ára

SFR 75 ára

SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 17. nóvember. Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík árið 1939 og er í dag fjölmennasta aðildarfélag BSRB.
Lesa meira
Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunastaðal

Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunastaðal

Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli: ÍST 85:2012.
Lesa meira
Samningur SfK kynntur félagsmönnum

Samningur SfK kynntur félagsmönnum

Nýr kjarasamningur Starfsmannafélags Kópavogs veður kynntur í Salnum á miðvikudag 12.nóvember kl. 20:00. Önnur kynning verður síðan á fimmtudag 13. nóvember í Fannborg 6, 3. hæð, kl.13:00.
Lesa meira
SfK semur - verkfalli aflýst

SfK semur - verkfalli aflýst

Starfsmannafélag Kópavogs hefur náð samkomulagi við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast í morgun hefur því verið afstýrt í bili.
Lesa meira
Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur í fjórða sinn föstudaginn 7. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.
Lesa meira
Saman um jafnrétti í 40 ár

Saman um jafnrétti í 40 ár

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember.
Lesa meira
LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 30. október sl. Kynningarfundir um efni hins nýja samnings standa yfir og atkvæðagreiðsla vegna samninganna stendur yfir.
Lesa meira
Ljósmyndasýning: 30 ár frá verkfalli

Ljósmyndasýning: 30 ár frá verkfalli

Fyrir réttum 30 árum síðan lauk allsherjarverkfalli BSRB og af því tilefni verður sýning á ljósmyndum sem Helgi Jóhann Hauksson tók í verkfallinu opnuð kl. 14 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á 1. hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?