„Komandi kjarasamningar verða því ekki bara að fela í sér kjarabætur, betri aðbúnað og starfsskilyrði heldur verða stjórnvöld og atvinnurekendur allir að leggjast á árarnar með launafólki um að auka sameiginleg lífsgæði. Undir það fellur betri heilbrigðisþjónusta án óhóflegrar greiðsluþátttöku, jafn aðgangur að menntun, umönnun og félagslegri aðstoð,“ er á meðal þess sem Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í áramótapistli sínum. Auk þess fjallar hún um samskiptin við stjórnvöld, nauðsyn þess að efla fæðingarorlofskerfið og málefni leigjenda. Þá leggur Elín Björg áherslu á að komandi kjarasamningar verði gerðir á fjölskylduvænum forsendum. Pistil formanns BSRB má sjá í heild sinni hér að neðan:
29. des 2014