Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram á vorönn

Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram á vorönn

Trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu heldur áfram í upphafi næsta mánaðar. Byrjað verður að kenna fyrsta námskeið á 1. þrepi Trúnaðarmannanámsins þann 2. febrúar nk. Kennt verður í þrjá daga frá 2. til 4. febrúar á milli kl. 9-15:45.
Lesa meira
Dómur í máli félagsmanns BSRB

Dómur í máli félagsmanns BSRB

Nýlega féll dómur Hæstaréttar í máli félagsmanns BSRB. Málið varðaði miskabótakröfu félagsmannsins vegna þess hvernig staðið var að uppsögn á ráðningarsamningi við hann.
Lesa meira
Félagslegt heilbrigðiskerfi tryggir aðgengi

Félagslegt heilbrigðiskerfi tryggir aðgengi

Heilbrigðisþjónusta verður brotakenndari og skilar minni árangri þegar einkarekstur breiðist út í félagslegu heilbrigðiskerfi eins og er hér á landi. Þetta er niðurstaða úttektar á rekstri heilbrigðisþjónustu í Evrópu og vestan hafs sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands kynnti nýverið og sagt var frá í fréttum Rúv í vikunni.
Lesa meira
Umsögn BSRB um verkfallsrétt lögreglumanna

Umsögn BSRB um verkfallsrétt lögreglumanna

BSRB hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem fjallar m.a. um verkfallsrétt lögreglumanna. Í frumvarpinu er lagt til að verkfallsréttur lögreglumanna verði endurreistur.
Lesa meira
Áramótapistill formanns BSRB

Áramótapistill formanns BSRB

„Komandi kjarasamningar verða því ekki bara að fela í sér kjarabætur, betri aðbúnað og starfsskilyrði heldur verða stjórnvöld og atvinnurekendur allir að leggjast á árarnar með launafólki um að auka sameiginleg lífsgæði. Undir það fellur betri heilbrigðisþjónusta án óhóflegrar greiðsluþátttöku, jafn aðgangur að menntun, umönnun og félagslegri aðstoð,“ er á meðal þess sem Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í áramótapistli sínum. Auk þess fjallar hún um samskiptin við stjórnvöld, nauðsyn þess að efla fæðingarorlofskerfið og málefni leigjenda. Þá leggur Elín Björg áherslu á að komandi kjarasamningar verði gerðir á fjölskylduvænum forsendum. Pistil formanns BSRB má sjá í heild sinni hér að neðan:
Lesa meira
Gleðileg jól

Gleðileg jól

BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og gæfu á komandi ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.
Lesa meira
SDS og St. Fjallabyggðar gera samnning við SFV

SDS og St. Fjallabyggðar gera samnning við SFV

Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur undirritað nýjan kjarasamning f.h. St. Fjallabyggðar og SDS og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna á Hornbrekku Ólafsfirði og Fellsenda Dalabyggð.
Lesa meira
Heildarkerfi starfsendurhæfingar í hættu

Heildarkerfi starfsendurhæfingar í hættu

Stjórn VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs segir í bréfi til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra að afgreiðsla fjárlaga 2015 hafi staðfest ásetning ríkisstjórnarinnar að standa ekki við lög og samninga við aðila vinnumarkaðarins um uppbyggingu starfsendurhæfingar og fjármögnun á VIRK og verði til þess að eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar verði ekki lengur fyrir hendi.
Lesa meira
Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?