Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun vegna ákvörðunar Kópavogsbæjar um að lækka laun karlmanns sem hafði hærri laun en kona í jafn verðmætu starfi í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Hér að neðan má einnig nálgast samatekt á úrskurði kærunefndarinnar. BSRB tekur mikilvægt vegna mikillar opinberrar umfjöllunar um málið sé rétt að árétta að málið snýst um mismunun við ákvörðun grunnlauna konunnar og karlsins. Í niðurstöðu kærunefndarinnar var einnig sérstaklega tilgreint að:
„óumdeilt er að kærandi er nú einnig með lægri heildarlaun er karlmaðurinn. Launamun þessum verður ekki eytt með lækkun launa karlmannsins eins og kærði hefur hreyft þar sem laun hans eru í samræmi við kjarasamning en samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar samrýmast ekki 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og eru ógildir.“
04. feb 2015