Eitt meginverkefni þings BSRB felst í mótun áherslna bandalagsins með gerð stefnu til næstu þriggja ára eða þar til næsta þing er haldið. Stefnan er grundvöllur alls starfs bandalagsins næstu árin og forsenda þeirrar samstöðu sem nauðsynleg er til að ná fram markmiðum í þágu félagsfólks aðildarfélaga BSRB.
Í framhaldi er svo stefnunni fylgt eftir með fjölbreyttum hætti.
Á þingi BSRB er því gefinn góður tími til málefnastarfs í fjórum hópum þar sem sem þingfulltrúar móta stefnu BSRB og ályktanir. Fyrirkomulag starfs allra hópanna er með sama hætti og er markmið þeirra m.a. að fræða þingfulltrúa um efni sem er til umfjöllunar í stefnu BSRB, dýpka umræðu og móta áherslur bandalagsins í einstökum málum.
Hver málefnahópur fær til sín 3-4 sérfræðinga á fjölbreyttum sviðum til að halda erindi. Í framhaldi erindanna er hópavinna hjá þingfulltrúum með þjóðfundafyrirkomulagi þar sem öllum þingfulltrúum gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og skiptast á skoðunum við borðfélaga sína og málefnahópinn í heild sinni. Kynningar sérfræðingana má sjá hér fyrir neðan og verða þær birtar fljótlega.
Málefnahóparnir fjórir fjalla um:
- Kjaramál
- Velferðarmál
- Jafnrétti og jöfnuð
- Framtíðarvinnumarkaðinn
Málefnahópur um kjaramál
Í málefnahópi um kjaramál er fjallað um
- Efnahags- og skattamál
- Endurmat á störfum kvenna
- Styttingu vinnuvikunnar
- Lífeyrismál og almannatryggingar
Eftirtaldir sérfræðingar voru með fjölbreytt og upplýsandi erindi. Hér má sjá kynningar þeirra:
- Huld Magnúsdóttir, forstjóri Trygginastofnunar ríkisins
- Kynning hennar um nýtt örorkulífeyriskerfi birtist síðar
- Helga Jónsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu skattamála í fjármálaráðuneytinu
- Kynning hennar birtist síðar
- Herdís Steingrímsdóttir dósent í hagfræði við Copenhagen Business School
- Kynning hennar birtist síðar
Málefnahópur um velferðarmál
Í málefnahópi um velferðarmál er fjallað um:
- Heilbrigðismál
- Húsnæðismál
- Almannaþjónustu og starfsumhverfi starfsfólks í almannaþjónustu
Til hópsins komu eftirfarandi sérfræðingar með sín erindi:
- Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis
- Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands
- Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags sem er í eigu ASÍ og BSRB
Málefnahópur um jafnrétti og jöfnuð
Í málefnahópi um jafnrétti og jöfnuð er fjallað um
- Fjölskylduvænna samfélag
- Kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
- Málefni fólks af erlendum uppruna
- Fjölbreytileika á vinnumarkaði
Fyrirlesarar voru:
- Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins
- Sunna Símonardóttir, nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands
- Hlöðver Skúli Hákonarson, ráðgjafi hjá OECD og rannsóknastjóri Vörðu
- Joanna Marcinkowska, verkefnastýra inngildingarverkefna í Háskóla Íslands
Málefnahópur um framtíðarvinnumarkaðinn
Í málefnahópi um framtíðarvinnumarkaðinn er fjallað um
- Menntamál
- Umhverfis- og loftslagsmál
- Atvinnumál
Fyrirlesarar voru
- Tómas Bjarnason, sviðsstjóri hjá Gallup
- Henný Hinz, hagfræðingur
- Guðfinna Harðardóttir framkvæmdastjóri Starfsmenntar
- Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri Sameykis
Önnur erindi haldin utan málefnahópanna
Þá voru haldnir þrír fyrirlestrar fyrir alla þingfulltrúa sem einnig er innlegg í málefnastarfið.
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB fjallaði um efnahagsmál og stöðu launafólks
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB fjallaði um endurmat á virði kvennastarfa
- Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fjallaði um húsnæðismarkaðinn