47. þing BSRB verður sett á Hilton Hótel Nordica miðvikudaginn 2. október klukkan 10. Þingið mun standa fram á föstudag og hafa 220 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum rétt á að sitja þingið. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, mun setja þingið með ávarpi. Að því loknu munu þau Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Finnbjörn Hermansson forseti ASÍ ávarpa þingið.
Þing BSRB eru haldin þriðja hvert ár og fara þau með æðsta vald í öllum málum bandalagsins. Þingið tekur til umfjöllunar öll þýðingarmikil málefni og mótar stefnu BSRB. Þá er kosið í helstu embætti bandalagsins á þingum þess en kosið verður um formann, varaformenn og stjórn bandalagsins á föstudaginn.
Dagskrá þingsins og aðrar upplýsingar má finna á þingvef BSRB
Vinsamlegast athugið að skrifstofa BSRB á Grettisgötu 89 verður lokuð dagana 2. til 4. október vegna þingsins. Við munum reyna að svara erindum sem berast á netfangið bsrb@bsrb.is eftir því sem hægt er. Svarað verður í síma á meðan þingið stendur yfir.