Þrátt fyrir að jafnréttismál séu ekki ofarlega á lista flestra flokka fyrir komandi alþingiskosningar, er ljóst að áhuginn á málaflokknum er mjög mikill. Fullt var út úr dyrum í Iðnó á kosningafundi Kvennaárs 2025, þar sem stefnumál flokkanna í jafnréttismálum voru rædd.
Kvennaverkfall og kröfur Kvennaárs 2025
Þann 24. október 2023 var haldinn stærsti baráttufundur sem haldinn hefur verið á Íslandi, þegar um hundrað þúsund konur og kvár komu saman á Arnarhóli og kröfðust jafnréttis. Margir stjórnmálamenn lofuðu úrbótum en ekki hefur borið mikið á þeim. Til að fylgja eftir kröfunum, afhenti framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 fulltrúm stjórnmálaflokkanna kröfugerð sína á kvennafrídaginn 24. október á þessu ári þar sem þeim var jafnframt gefið eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd.
Í kröfugerð Kvennaárs er farið fram á lagabreytingar, aðgerðir gegn ofbeldi, launamuni kynjanna, að bæta stöðu mæðra og að útrýma mismunun á vinnumarkaði.
Á kosningafundinum sögðu fulltrúar flokkanna frá áherslum sinna flokka þegar kemur að jafnréttismálum. Fundinum var streymt og hér er hægt að horfa á hann í held sinni