Stéttarfélögin hvetja stjórnvöld til þess að horfa til félagslegs stöðugleika, ekki síður en þess efnahagslega, til að stuðla að stöðugleika í íslensku samfélagi. Nauðsynlegt er að forgangsraða í þágu uppbyggingar í velferðarkerfinu og hafna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.
Mönnun opinberrar starfsemi ríkis og sveitarfélaga þarf að haldast í hendur við þær kröfur sem gerðar eru til þeirrar opinberu þjónustu sem íbúar krefjast að veitt sé. Sveitarfélög þurfa að bjóða starfsfólki gott starfsumhverfi og fjárfesta í starfsþróun sem býr til betri starfsskilyrði og eykur starfsánægju.
Til að bæta þjónustustig sveitarfélaga, krefst Landsfundur stéttarfélaga starfsmanna sveitarfélaga þess að löggjafinn tryggi að lagarammi í kringum fjármögun sveitarfélaga verði fullnægjandi.