Norræna rannsóknastofnunin um kyn og margbreytileika, NIKK, hélt ráðstefnu um stöðu trans fólks á vinnumarkaði. Ráðstefnan var haldinn í kjölfar útgáfu skýrslu um stöðuna á öllum Norðurlöndunum. Farið var í verkefnið að frumkvæði Íslands þegar Ísland fór með formennsku í ráðinu.
Samkvæmt skýrslunni stendur trans fólk frammi fyrir margvíslegum hindrunum í starfi. Trans fólk á í meiri hættu en sís fólk að verða fyrir ofbeldi og áreitni í starfi. Rannsóknir sýna einnig að hærra hlutfall ungs trans fólks hefur verið langtímaatvinnulaust og hlutfall trans fólks af atvinnulausum er hlutfallslega hátt. Einnig er trans fólk einna helst í láglaunastörfum og eiga minni möguleika á starfsþróun en sís fólk.
Það liggur fyrir að nauðsynlegt er að auka þekkingu á stöðu trans fólks á vinnumarkaði á Norðurlöndunum. En það er strax hægt að fara í aðgerðir. Samkvæmt skýrslunni er mikilvægasti þátturinn að auka fræðslu innan vinnustaða sem og í öllu samfélaginu, ekki síst innan skólakerfisins. Vinnustaðir þurfa að vera öruggir fyrir trans fólk og er það er á ábyrgð stjórnenda á hverjum vinnustað að vinna að öruggu starfsumhverfi og inngildandi vinnustaðamenningu. Það er hægt að gera meðal annars með fræðslu og stuðningi með því að hafa merki hinsegin fólks sýnileg á vinnustaðnum.