Viðmiðunarreglur vegna verkfalla í skólum

BSRB vill koma á framfæri eftirfarandi viðmiðunarreglum vegna yfirstandandi verkfalls félagsfólks KÍ sem starfar samhliða félagsfólki BSRB.

Ef ekki er farið eftir þessum viðmiðunarreglum er það túlkað sem verkfallsbrot:

  • Í verkfalli er meginreglan sú að það starfsfólk sem ekki er í verkfalli sinnir sínum venjulegu störfum og á ekki að gera meira en venjulega. Ekki má setja starfsfólk á aukavaktir eða breyta fyrir fram ákveðnum vinnutíma.
  • Ekki á að breyta skipulagi starfsemi í verkfalli. Ekki er heimilt að hafa sama háttinn á og þegar um veikindi, sumarfrí eða önnur frí starfsfólks er að ræða og starfsfólk er fært til. Þannig er ekki heimilt að færa börn, nemendur eða starfsfólk á milli deilda, bekkja eða starfsstöðva.
  • Skólastjórar eru æðstu stjórnendur í skólum og hafa heimild til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn hafa ekki þá heimild.
  • Ef deildarstjóri á leikskóla er í KÍ skal sú deild vera lokuð.
  • Starfsfólki skóla sem ekki er í verkfalli er óheimilt að taka eigin börn með sér í skólann á meðan verkfallið stendur ef barnið fær ekki ekki að mæta í skólann vegna verkfalls.

Vakni grunur um eða eigi sér stað verkfallsbrot skulu þau tilkynnt til Kennarasamband Íslands.

Ef spurningar vakna getur félagsfólk aðildarfélaga BSRB haft samband við sitt stéttarfélag.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?