Árlega eru veitt verðlaun og viðurkenning fyrir þau sveitarfélög sem verma fjögur efstu sætin í niðurstöðum könnunarinnar Sveitarfélag ársins. Niðurstöður könnunarinnar, sem fyrst var framkvæmd árið 2022, veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi á vinnustöðum sveitarfélaganna og er meðal annars ætlað að vera hvatning til stjórnenda að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf.
Í ár hlutu fjögur sveitarfélög nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024:
1. sæti Skeiða- og Gnúpverjahreppur
2. sæti Sveitarfélagið Skagaströnd
3. sæti Bláskógarbyggð
4. sæti Sveitarfélagið Vogar
Útnefningin er byggð á niðurstöðum viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum. Þátttakan í könnuninni hefur aldrei verið meiri en í ár, en ríflega 1900 manns tóku þátt.