Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Viltu styrkja þig í núverandi starfi eða leita á önnur mið?

Viltu styrkja þig í núverandi starfi eða leita á önnur mið?

Það er ljóst að tími mikilla breytinga er runninn upp á vinnumarkaði og þeirri þróun spáð áfram næstu árin. Samkvæmt framtíðarspám verður mest fjölgun í störfum við almenna umönnun, þjónustu við aldraða, í byggingariðnað og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt, en á móti fækkar störfum í móttöku, afgreiðslu, bakvinnslu og almennum skrifstofustörfum.
Lesa meira
Helga Björg Ragnarsdóttir fjallar um virðismat og virðismatskerfi

Aukið jafnrétti kynjanna, meiri sanngirni og réttlæti í launum ávinningur af kröfum um launajafnrétti

BSRB stóð fyrir fundi um virðismat starfa með formönnum og starfsfólki aðildarfélaga sl. miðvikudag. Helga Björg Ragnarsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir hjá Jafnlaunastofu sveitarfélaga kynntu virðismat og virðismatskerfi, áskoranir við þróun virðismatskerfa og launasetningarmódel og leiddu að því loknu hópinn í verkefnavinnu.
Lesa meira
Yfirlýsing BHM, BSRB og KÍ vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA

Yfirlýsing BHM, BSRB og KÍ vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA

BHM, BSRB og KÍ gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Afar fátítt er að miðlunartillögum sé beitt og hefur það helst verið gert á opinberum vinnumarkaði. Þá eru lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skýr hvað varðar formkröfur fyrir slíkri miðlunartillögu, þ. á m. um skyldur ríkissáttasemjara til samráðs við samningsaðila um slíka tillögu.
Lesa meira
Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB

Réttlát skipting og hagsæld allra

Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB er með pistil undir dagskrárliðnum Uppástand á Rúv. Um er að ræða pistlaraðir þar sem unnið er út frá ákveðnu þema og er pistill Heiðar undir þemanu hagsæld. Hér má lesa pistilinn og hlusta á hann.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?