Vinnueftirlitið hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum undir yfirskriftinni #Tökum höndum saman. Tilgangurinn er að hvetja vinnustaði til að grípa til aðgerða með forvörnum, fræðslu og markvissum viðbrögðum þegar slík mál koma upp.
Nýtt fræðsluefni og verkfæri hafa verið þróuð og er aðgengilegt á vef Vinnueftirlitsins, til að mynda myndskeið um birtingamyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og æskileg viðbrögð vinnustaða og starfsfólks þegar slík mál koma upp. Einnig er hægt að nálgast nýtt stafrænt flæðirit fyrir vinnustaði sem skýrir feril máls með myndrænum hætti, en því fylgir gátlisti um mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga til að tryggja góða málsmeðferð. Bæði fyrir ætlaða þolendur og gerendur.
Verkefnið er aðgerðavakning og unnið í samstarfi við samtök aðila vinnumarkaðarins, embætti landlæknis, Jafnréttisstofu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.