Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Opnunartími yfir hátíðarnar

Opnunartími yfir hátíðarnar

BSRB óskar félagsfólki og landsmönnum gleðilegrar hátíðar og notalegra samvista með fjölskyldu og vinum. Við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Forréttinda­blinda strákanna í Við­skiptaráði

Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar.
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Jólaóskalisti Viðskiptaráðs

Eru fyrirtæki og félög virkilega að halda uppi sameiginlegum samtökum, Viðskiptaráði, til að tala fyrir skerðingu réttinda fólks sem vinnur við að mennta, annast, hjúkra og gæta öryggis þeirra, barna þeirra, ættingja og starfsfólks?
Lesa meira
Fjölnir Sæmundsson, varaformaður BSRB og lögreglumaður og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Nálgunarbann

Það er því skýr krafa Kvennaárs að minnka eigi frelsi ofbeldisfólks til að eltihrella eða ógna öryggi annarra, með því að beita nálgunarbanni oftar. Það þarf að leiða í lög að kyrkingartak og nauðungastjórnun feli í sér sjálfstæð brot, tryggja að það hafi umsvifalaust áhrif á ofbeldisfólk ef það brýtur nálgunarbann, til dæmis með notkun ökklabands, rafræns eftirlits og háum fjársektum.
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

Fá­keppni og al­manna­hags­munir

Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag.
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ

Sið­laus einka­væðing gegn al­manna­hags­munum

Í dag eru tvö stór einkafyrirtæki með um helminginn af einkavæddum markaði öldrunarþjónustunnar sem einnig veita þjónustu til t.d. fatlaðs fólks, barnaverndargeirans og hælisleitenda. Vegna sterkrar stöðu þessara fyrirtækja hefur dregið úr samkeppni og reynst erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Til að bregðast við því var ákveðið fyrir nokkrum árum að auka valfrelsi notenda en þá versnuðu gæði þjónustunnar í of mörgum tilfellum. Ef þjónustuveitendur lifa svo ekki samkeppnina af verða þeir að loka sem veldur miklum vandræðum, fjöldi fyrirtækja torveldar val notendanna og eftirlitsmöguleika yfirvalda en sviksamlegt athæfi er ekki óalgengt. Þjónustan er því ekki hagkvæmari og kostnaður við eftirlit hefur aukist.
Lesa meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki um­ræðu

Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?