Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Genfarskólann 2025

Genfarskólinn auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Genfarskólann 2025, og umsóknarfrestur er til 10. desember. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir virka félagsmenn í stéttarfélögum, starfsfólk þeirra og kjörna fulltrúa til að dýpka þekkingu sína á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar og fá innsýn í starf Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).

 

Hvað er Genfarskólinn?

Genfarskólinn (Geneva School) hefur verið haldinn allt frá árinu 1931 í tengslum við árlega þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf til að fræða þátttakendur um störf ILO, alþjóðlegan vinnurétt og réttindi starfsmanna. Markmið námskeiðsins er að styrkja þekkingu á hlutverki ILO og alþjóðasamningum sem vernda starfsmannaréttindi, og stuðla að betri kjörum og vinnuaðstæðum um allan heim í gegnum samvinnu á alþjóðavettvangi. Genfarskólinn hefur þannig gegnt mikilvægu hlutverki í að fræða og efla leiðtoga verkalýðshreyfinga á heimsvísu.

 

Skipulag námsins

Námið fer fram í þremur lotum og er gerð krafa um þátttöku í þeim öllum.

  1. Fornámskeið í Runö, Svíþjóð: 22.-27. apríl
  2. Hópverkefni og fjarnámsfundir á vorönn
  3. Aðalnámskeið í Genf á ILO ráðstefnunni í júní (u.þ.b. 18 daga nám, nákvæmar dagsetningar tilkynntar síðar)

Námið er í formi fyrirlestra, fjarnáms, hópastarfs og þátttakendur fylgjast með fundum Alþjóðavinnumálaþingsins. Gott vald á einu norðurlandamáli (ensku, dönsku, sænsku) og góð enskukunnátta eru nauðsynleg fyrir þátttakendur.

Ísland á tvö sæti í Genfarskólanum, eitt fyrir fulltrúa ASÍ og annað fyrir fulltrúa BSRB. Umsækjendur eru valdir með tilliti til fyrri reynslu og þekkingar á verkalýðsmálum.

Kynningarfundir fyrir þátttakendur verða haldnir í mars þar sem farið verður nánar yfir fyrirkomulag.

 

Kostnaður

Námskeiðsgjöld, gisting og flugfargjöld eru greidd fyrir þátttakendur.
Innifalið í námskeiðsgjaldinu er:

  • Runö: gisting í einstaklingsherbergi í Runö ásamt fæði.
  • Genf: gisting í sameiginlegu tveggja manna herbergi (með öðrum þátttakanda) með einföldu morgunverðarboði á meðan dvöl stendur yfir í Genf.

Ekki eru greiddir dagpeningar meðan á dvölinni stendur, en greiddur er út styrkur, að upphæð 135 þúsund, til að mæta kostnaði.

 

HÆGT ER AÐ SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU Í SKÓLANUM HÉR

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?