Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um aukin atvinnuréttindi útlendinga, 48. mál
Reykjavík, 25. nóvember 2020
BSRB hefur fengið til umsagnar ofangreinda þingsályktunartillögu þar sem félags- og barnamálaráðherra yrði falið að skipa starfshóp sem skuli móta tillögur um hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan EES, EFTA og Færeyja og auka þannig möguleika þeirra til að setjast hér að.
Umræddur starfshópur hefði það hlutverk að kanna hvaða lagabreytinga sé þörf til að ná því markmiði, en samkvæmt tillögunni ætti BSRB fulltrúa í starfshópnum. BSRB styður efni tillögunnar og lýsir sig reiðubúið til þátttöku í starfshópnum, nái tillagan fram að ganga.
Fyrir hönd BSRB
Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur