Umsögn um tillögu til þingsályktunar um afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 185. mál

Reykjavík, 3. mars 2021

BSRB hefur fengið ofangreinda þingsályktunartillögu til umsagnar þar sem lagt er til að fjármála- og efnahagsráðherra verði falið, í samráði við félags- og barnamálaráðherra, að hefja viðræður við samtök opinberra starfsmanna um að afnema úr lögum ákvæði sem kveða á um 70 ára starfslokaaldur starfsmanna ríkisins. BSRB fagnar tillögunni og lýsir sig reiðubúið til þess að taka þátt í slíkri vinnu.

Bandalagið vísar að öðru leyti til ítarlegrar umsagnar sinnar um samskonar þingmál, sbr. 397. mál á 150. löggjafarþingi, dags. 27. mars 2020.

Fyrir hönd BSRB

Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?