Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald á áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis), þskj. 165 - 106. mál
Reykjavík, 17. mars 2017
BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald á áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis).
Efnislega byggir þetta á frumvarpi sem var fyrst lagt fram árið 2003 en frumvörp sama efnis hafa verið lögð fram í samtals níu skipti frá þeim tíma. Afstaða og umsögn BSRB hefur ekki breyst frá 145. löggjafarþingi þar sem vísað var til umsagnar um málið frá 144. löggjafarþingi, þrátt fyrir smávægilegar breytingar á frumvarpinu og telur að engin haldbær rök hafa komið fram sem styðja framgang þessa máls.
Fyrir hönd BSRB
Helga Jónsdóttir
framkvæmdastjóri