Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (raunleiðrétting), 458. mál
Reykjavík, 23. mars 2021
BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til beytinga á lögum um almannatryggingar sem hefur það að markmiði að tryggja að greiðslur almannatrygginga hækki til samræmis við launaþróun. BSRB styður það markmið og hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að fjárhæðir almanna- og atvinnuleysistrygginga fylgi launaþróun. Myndin hér að neðan sýnir hvernig fjárhæðir framfærslutryggingar örorkulífeyris hafa dregist aftur úr almennri launaþróun. Þróun ellilífeyris er svipuð.

Þegar greiðslur almannatrygginga fylgja ekki launaþróun, þýðir það að öðru óbreyttu, að ójöfnuður eykst. Til að stuðla að jöfnuði er mikilvægt að festa í lög aðferð sem tryggir að greiðslur almannatrygginga dragist ekki aftur úr launaþróun annarra.
Fyrir hönd BSRB
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur