Umsögn um drög að breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar um frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðismál

Umsögn BSRB um drög að breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál (hlutdeildarlán), 926. mál

Reykjavík, 18. ágúst 2020

BSRB hefur fengið til umsagnar drög að breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál (hlutdeildarlán).

Breytingartillaga f. við 2. gr. frumvarpsins er í samræmi við athugasemdir BSRB í umsögn um frumvarpið og styður bandalagið hana.

Að öðru leyti er vísað til fyrri umsagnar BSRB um málið frá 19. júní sl.

 

Fyrir hönd BSRB

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?