Umsögn BSRB um drög að breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál (hlutdeildarlán), 926. mál
Reykjavík, 18. ágúst 2020
BSRB hefur fengið til umsagnar drög að breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál (hlutdeildarlán).
Breytingartillaga f. við 2. gr. frumvarpsins er í samræmi við athugasemdir BSRB í umsögn um frumvarpið og styður bandalagið hana.
Að öðru leyti er vísað til fyrri umsagnar BSRB um málið frá 19. júní sl.
Fyrir hönd BSRB
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur