Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað (starfskostnaður), 107. mál

Reykjavík, 28. mars 2019

BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað (starfskostnaður), 107. mál.

BSRB tekur undir efni frumvarpsins að öllu leyti og hvetur til þess að það verði að lögum. Bandalagið telur eðlilegt að starfskostnaður þingmanna verði einungis greiddur samkvæmt framlögðum reikningum, en ekki sem föst mánaðarleg upphæð. BSRB tekur undir sjónarmið í greinargerðinni um mikilvægi þess að tryggja gagnsæi við endurgreiðslu slíks kostnaðar til þingmanna og stuðla þannig að ábyrgri ráðstöfun opinbers fjár. Greiðsla starfskostnaðar ætti einungis að koma til þegar fyrir liggur tiltekinn útlagður kostnaður, enda er annars um að ræða fasta launauppbót til þingmanna án útskýringa eða tilefnis.

BSRB tekur einnig undir að afnema eigi heimild ráðherra til greiðslu starfskostnaðar frá Alþingi.

Fyrir hönd BSRB

Dagný Aradóttir Pind
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?