Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 (jafnréttisstefna lífeyrissjóða), 23. mál
Reykjavík, 28. febrúar 2018
BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Bandalagið tekur undir markmið tillögunnar. Almennt þegar markmið lagasetningar varðar samþættingu jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og/eða ákvörðunartöku tekur gildissviðið til allra þeirra sem málið getur varðað. Samkvæmt þessu telur bandalagið að tillaga til lagabreytingar líkt og hér er til umsagnar eigi að taka til allra stofnanafjárfesta svo jafnræðis sé gætt.
Fyrir hönd BSRB
Dalla Ólafsdóttir
lögfræðingur BSRB