Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál
BSRB hefur fengið umsagnar frumvarp til breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Með frumvarpinu er lagt til að í lögunum verði kveðið á um að í undantekningartilvikum verði heimilt með samningi milli þess sveitarfélags sem í hlut á og hlutaðeigandi umsýsluaðila að víkja frá almennum reglum laganna hvað varðar hvíldartíma og næturvinnutíma þeirra starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð, enda séu tiltekin skilyrði uppfyllt.
Tímabundin undanþáguheimild frá lögbundnum reglum um lágmarkshvíld starfsmanna hefur verið lögfest nokkrum sinnum á liðnum árum og hefur bandalagið sent Alþingi umsagnir vegna þeirra þingmála. Afstaða bandalagsins er óbreytt þrátt fyrir efni þess frumvarps sem um ræðir hér og hún kemur fram í umsögnum bandalagsins við þingmál nr. 157 á 149. löggjafarþingi og þingmál nr. 665 á 150. löggjafarþingi.
Fyrir hönd BSRB
Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin