BSRB er á móti flestum greinum frumvarpsins enda grafa þær undan samtryggingarhlutverki lífeyriskerfisins og valda ójafnræði. Vorið 2021 sendi BSRB Alþingi umsögn um nánast samhljóða frumvarp fjármálaráðherra varðandi tilgreinda séreign sem má finna á: https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2661.pdf
BSRB leggst alfarið gegn því að tilgreind séreign verði lögfest. Fyrir því liggja margþætt rök en þau sem vega þyngst eru að breytingin felur í sér veikingu á samtryggingarþætti lífeyriskerfisins, veldur ósamræmi í kerfinu og dregur úr sjálfbærni þess, veldur ójafnræði milli lífeyrisþega gagnvart almannatryggingum og greiðsluþátttöku á hjúkrunar- og dvalarheimilum, getur haft verulega neikvæð áhrif á lífeyrisréttindi tekjulægra fólks og kvenna og þeirra sem verða öryrkjar snemma á starfsævinni.
Markmiðið með jöfnun lífeyrisréttinda á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins var að samræma lífeyrisréttindi og auka sjálfbærni kerfisins. Lögfesting tilgreindrar séreignar gengur þvert á þau markmið.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. um lífeyrismál:
Grænbók um lífeyrismál verður unnin í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóði á fyrri hluta kjörtímabilsins í því skyni að skapa grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanir um lífeyriskerfð og framtíðarþróun þess með heildstæðum hætti. Meðal annars verður horft til einföldunar kerfsins og fallað um grundvallarforsendur varðandi hlutverk, uppbyggingu, sjálfærni og umfang sjóðanna í efnahagslífnu, uppbyggingu réttinda og samspil milli ólíkra stoða lífeyriskerfsins, nauðsynlega hækkun lífeyrisaldurs og sveigjanleika til töku lífeyris í samhengi við hækkandi lífaldur, tryggingafræðilegar forsendur, fárfestingarheimildir, starfsumhverf og eftirlit.
BSRB leggur til að fjármálaráðherra leggi frumvarpið ekki fyrir Alþingi heldur verði efni þess hluti af þeirri heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu sem ríkisstjórnin hefur boðað.
Fyrir hönd BSRB
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur