Formannaráð BSRB hvetur þá flokka sem mynda munu næstu ríkisstjórn til að standa vörð um grundvallargildi á borð við jöfnuð og félagslegt réttlæti við gerð stjórnarsáttmála og í vinnu sinni á kjörtímabilinu. Ljóst er að mikil þörf er á að byggja upp innviði samfélagsins, eins og flestir stjórnmálaflokkar voru sammála um í aðdraganda kosninganna. Þar þarf að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og menntamála og byggja upp á ný það félagslega öryggisnet sem þarf að vera til staðar í velferðarsamfélagi. Það er grundvallaratriði að þar eigi allir jafnan rétt óháð efnahag og það er stjórnvalda að tryggja að svo sé.
Reykjavík, 24. nóvember 2016