Aðalfundur BSRB fagnar uppbyggingu Bjargs íbúðafélags sem mun gefa tekjulágum félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins kost á öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnu verði. Fundurinn kallar eftir því að stjórnvöld stígi næsta skref í uppbyggingu á öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í ljósi núverandi stöðu er brýnt að öll sveitarfélög ljúki greiningu á framboði og eftirspurn húsnæðis hvort heldur sem er til eigu eða leigu. Það er forsenda þess að beina megi húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á honum að halda og tryggja stöðugleika í framboði húsnæðis og stuðla að lægri húsnæðiskostnaði. Þá þarf að styðja við uppbyggingu leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og geta boðið fólki sem er með tekjur yfir viðmiðum Bjargs upp á langtímaleigu á sanngjörnu leiguverði.
Reykjavík, 24. maí 2018