Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Trúnaðarmannanámskeið að fara af stað

Trúnaðarmannanámskeið að fara af stað

Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
Mikill ávinningur af starfi VIRK

Mikill ávinningur af starfi VIRK

Í lok árs 2015 voru um 1900 einstaklingar í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK en alls hafa rúmlega 9200 einstaklingar leitað til VIRK frá því að byrjað var að veita þjónustu í lok árs 2009. 5100 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og um 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift.
Lesa meira
Áramótapistill formanns BSRB

Áramótapistill formanns BSRB

Í áramótapistli sínum fer Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB yfir það markverðasta á árinu 2015 og þau verkefni sem framundan eru hjá bandalaginu og verkalýðhreyfingunni sem heild. Kemur hún þar m.a. inn á vinnu við nýtt vinnumarkaðsmódel, áherslur á fjölskylduvænna samfélag og styttingu vinnutíma sem prófuð verður hjá tilteknum stofnunum ríkisins á árinu, þörfina fyrir að tryggja jafnan aðgang allra að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og fleira.
Lesa meira
Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981 á Þorláksmessu. Gengið er frá Hlemmi og fer gangan að þessu sinni af stað á slaginu kl. 18.
Lesa meira
Raunútgjöld til heilbrigðismála hafa lækkað

Raunútgjöld til heilbrigðismála hafa lækkað

Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa lækkað á undanförnum árum sem og raunútgjöld á mann segir Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði við hjúkrunardeild Háskóla Íslands.
Lesa meira
Bæjarstarfsmannafélög BSRB samþykkja samninga

Bæjarstarfsmannafélög BSRB samþykkja samninga

Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB ásamt Kili, Foss, Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar og Starfsmannafélagi Kópavogs hafa samþykkt nýja kjarasamninga sem undirritaðir voru við Samband íslenskra sveitarfélaga í nóvember. Niðurstöður kosninga hjá umræddum félögum voru gerðar opinberar fyrr í dag.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um útboð heilsugæslu

Ályktun stjórnar BSRB um útboð heilsugæslu

Stjórn BSRB hefur samþykkt og sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna áforma heilbrigðisráðherra um að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Stjórn BSRB gagnrýnir að ekki standi til að ræða málið á þingi né fara að vilja almennings í þessum efnum. Auk þess er bent á að samkvæmt alþjóðlegum samanburði koma félagslega rekin heilbrigðiskerfi líkt og það íslenska best út hvað varðar jafnt aðgengi, lýðheilsu og hagkvæmni. Stjórn BSRB vill að allur mögulegur „hagnaður“ sem verði til innan heilbrigðisþjónustunnar fari til frekari uppbyggingar hennar í stað þess að enda í vösum einkaaðila.
Lesa meira
STAG samþykkir nýjan samning

STAG samþykkir nýjan samning

Starfsmannafélag Garðabæjar hefur samþykkt nýjan kjarasamning við launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var samþykktur með 74,2% greiddra atkvæða.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?