Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Árangurslaus samningafundur í dag

Árangurslaus samningafundur í dag

Fundi SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins sem hófst kl. 13 í dag er lokið án árangurs og ekki hefur verið boðað til næsta fundar. Fulltrúar þessara þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB fóru fullir bjartsýni á fund samninganefndarinnar í dag enda höfðu ráðamenn ríkissins í allan gærdag talað um góða stöðu ríkissjóðs og fjallað um aukin fjárframlög til hinna ýmsu málaflokka.
Lesa meira
Vonbrigði með tilboð ríkisins

Vonbrigði með tilboð ríkisins

Samninganefndir þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið funduðu í dag með samninganefnd ríkisins. Félögin sem um ræðir eru Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og Landssambandi lögreglumanna og fór fundur dagsins fram undir stjórn ríkissáttasemjara.
Lesa meira
Riftun IPA samnings við FA ólögmæt

Riftun IPA samnings við FA ólögmæt

Umboðsmaður Evrópusambandsins (European Ombudsman) gagnrýnir framkvæmdastjórn ESB harðlega fyrir málsmeðferð þeirra varðandi IPA samning Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ESB. Samningnum var rift þegar aðildarviðræður Íslands voru stöðvaðar. Umboðsmaður hefur beint þeim tilmælum til Evrópusambandsins að það standi við samninginn enda sé framferði framkvæmdastjórnarinnar óásættanlegt og grafi undan þeim gildum sem byggja skuli á.
Lesa meira
Kjölur semur við Norðurorku hf.

Kjölur semur við Norðurorku hf.

Kjölur undirritaði nýverið kjarasamning við Norðurorku hf. vegna félagsmanna sem starfa þar. Kjarasamningurinn tekur mið að kjarasamningum gerðum á almenna vinnumarkaðnum sl. vetur.
Lesa meira
Launakröfur SFR, LL og SLFÍ lagðar fram

Launakröfur SFR, LL og SLFÍ lagðar fram

Samninganefndir þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið – SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands – hafa undanfarið fundað með samninganefnd ríkisins. Fyrir helgi kynntu félögin samninganefndinni launakröfur sínar sem byggja á sama ramma og fram kemur í ákvörðun gerðardóms um kjör fólks í aðildarfélögum BHM og Félagi ísl. hjúkrunarfræðinga.
Lesa meira
Trúnaðarmannanámskeiðin fara af stað á ný

Trúnaðarmannanámskeiðin fara af stað á ný

Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram hjá Félagsmálaskóla alþýðu nú í haust. Í september og október verður kennt í 3. og 4. þrepi Trúnaðarmannanámskeiðs I en í nóvember heldur kennsla áfram í Trúnaðarmannanámskeiði II.
Lesa meira
Fundar vegna kjarasamninga

Fundar vegna kjarasamninga

Fulltrúar úr viðræðu- og samninganefndum þremur af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB, SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna, hittust á fundi í gær. Þar var m.a. farið yfir úrskurð Gerðardóms í málum BHM og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga sem birtur var á sl. föstudag.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?