Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Verkföll í Finnlandi

Verkföll í Finnlandi

Fjöldi launafólks í Finnlandi hefur í dag lagt niður störf til að mótmæla miklum niðurskurði ríkisstjórnarinnar þar í landi. Almenningssamgöngur hafa víða legið niðri og hafnir hafa verið lokaðar svo dæmi sé tekið. Þá hefur þurft að aflýsa nokkrum flugferðum vegna verkfallsins.
Lesa meira
Fullt út úr dyrum á baráttufundinum

Fullt út úr dyrum á baráttufundinum

Félagsmenn BSRB fjölmenntu á baráttufund fyrir bættum kjörum, í Háskólabíói í gær og var fullt út úr dyrum og góður andi í fólki. Það voru SFR, SLFÍ og LL sem stóðu að fundinum en kjaraviðræður umræddra félaga við samninganefnd ríkisins hafa lítið þokast áfram á síðustu vikum.
Lesa meira
Baráttufundur á morgun

Baráttufundur á morgun

Baráttufundur SFR, SLFÍ og LL fyrir fyrir bættum kjörum fer fram á morgun, þriðjudag kl. 17:00 í Háskólabíói. Félögin sem um ræðir eru þrjú fjölmennustu aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið og fram til þessa hafa stjórnvöld hafnað því að félagsmenn SFR, SLFÍ og LL fái sambærilegar kjarabætur og sérfræðingar og hálaunafólk, sem starfar hjá ríkinu. Þeir sem eru á lægri launum eiga að sætta sig við einungis hluta í stað sambærilegra kjarabóta.
Lesa meira
Baráttufundur á þriðjudag

Baráttufundur á þriðjudag

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna efna til baráttu- og kynningarfundar þriðjudaginn 15. september, kl. 17.00 í Háskólabíói. BSRB hvetur alla félagsmenn sína til að sýna stuðning í verki með því að taka þátt í baráttufundinum.
Lesa meira
Ályktun NFS um flóttafólk

Ályktun NFS um flóttafólk

NFS, Norræna verkalýðssambandið, sendi í dag frá sér ályktun vegna flóttamannastraumsins til Evrópu. Ályktunin var samþykkt á formannafundi sambandsins sem fer þessa dagana fram í Kaupmannahöfn. Bæði BSRB og ASÍ eru aðildarfélög NFS.
Lesa meira
Árangurslaus samningafundur í dag

Árangurslaus samningafundur í dag

Fundi SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins sem hófst kl. 13 í dag er lokið án árangurs og ekki hefur verið boðað til næsta fundar. Fulltrúar þessara þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB fóru fullir bjartsýni á fund samninganefndarinnar í dag enda höfðu ráðamenn ríkissins í allan gærdag talað um góða stöðu ríkissjóðs og fjallað um aukin fjárframlög til hinna ýmsu málaflokka.
Lesa meira
Vonbrigði með tilboð ríkisins

Vonbrigði með tilboð ríkisins

Samninganefndir þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið funduðu í dag með samninganefnd ríkisins. Félögin sem um ræðir eru Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og Landssambandi lögreglumanna og fór fundur dagsins fram undir stjórn ríkissáttasemjara.
Lesa meira
Riftun IPA samnings við FA ólögmæt

Riftun IPA samnings við FA ólögmæt

Umboðsmaður Evrópusambandsins (European Ombudsman) gagnrýnir framkvæmdastjórn ESB harðlega fyrir málsmeðferð þeirra varðandi IPA samning Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ESB. Samningnum var rift þegar aðildarviðræður Íslands voru stöðvaðar. Umboðsmaður hefur beint þeim tilmælum til Evrópusambandsins að það standi við samninginn enda sé framferði framkvæmdastjórnarinnar óásættanlegt og grafi undan þeim gildum sem byggja skuli á.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?