Bjarg íbúðafélag fagnar áhuga innlendra framleiðenda á því að vinna með félaginu. Félagið semur um uppbyggingu leiguíbúða í alverktöku og munu aðalverktakar eftir atvikum leita eftir tilboðum í ákveðna verkþætti, eins og fram kemur í frétt á vef félagsins.
Eins og fram hefur komið hefur verið gengið til samninga við IKEA um innréttingar í verk sem nú eru komin af stað. Samningurinn var gerður að undangengnu útboðsferli sem ÍAV stóð að síðla árs 2017. Nokkur fjöldi fyrirtækja tók þátt í útboðinu en ákveðið var að ganga að hagstæðasta tilboðinu sem kom frá IKEA.
IKEA á Íslandi er 350 manna vinnustaður með skýra umhverfis- og jafnlaunastefnu. Þá hefur fyrirtækið fengið viðurkenningu VR sem fyrirmyndarfyrirtæki. Innréttingaverkefnið skapar mikla vinnu hérlendis en umsýsla, samsetning og uppsetning innréttinganna er unnin af IKEA.
Samkomulag Bjargs við IKEA er án skuldbindingar en félagið hefur lýst yfir vilja til áframhaldandi samstarfs um lausnir IKEA. Það skapar hagræði í rekstri Bjargs að vera með staðlaðar lausnir þegar kemur að viðhaldi íbúða félagsins.
Samstarfið fellst einnig í þjónustu við leigutaka Bjargs. Bjarg skilar íbúðum með lágmarks innréttingum og mikilvægt að leigutakar hafa aðgang að viðbótum á viðráðanlegu verði. IKEA mun útbúa sérstakan bækling fyrir leigutaka Bjargs þar sem þeir geta, þegar þeim hentar, valið viðbætur fyrir íbúðir.
Markmið Bjargs er að leigja félagsmönnum ASÍ og BSRB íbúðir á viðráðanlegu verði. Til að ná því markmiði þarf að nýta hagstæðustu lausnir sem finnast hverju sinni með tilliti til verðs, lausna og þjónustu.
Bjarg, sem var stofnað af ASÍ og BSRB, leggur mikla áherslu á að þeir sem samið er við um aðföng eða framkvæmdir virði kjarasamninga launafólks og gæti að réttindum þeirra. Það er meðal annars tryggt með ákvæði um keðjuábyrgð í samningum Bjargs við verktaka.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (staða og valdheimildir ríkissáttasemjara), 24. mál.
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða), mál nr. S-40/2025
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp um breytingu á húsaleigulögum nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá) (2025-6396)
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022 (aukin réttindi foreldra), 146. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála, 75. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (stöðugleikaregla o.fl.), 171. mál.
- Efni: Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga og breyting leigufjárhæðar), 224. mál.
- Umsögn BSRB um frumvarp til breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (sjálfskaparvíti), 212. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, 215. mál (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu)
- Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028, 227. mál
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB
- - Forsíða: Flýtileiðir