Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Starfsmannafélag RVK 90 ára

Starfsmannafélag RVK 90 ára

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar 90 ára afmæli sínu nú um helgina en félagið var formlega stofnað þann 17. janúar 1926. Af þessu tilefni stendur félagið fyrir dagskrá alla helgina þar sem félagsmönnum og fjölskyldum þeirra verður m.a. boðið upp á tónlistarflutning, sundferðir, yoga, ratleiki og fleira.
Lesa meira
Fundur um lífeyrismál - streymi á vefnum

Fundur um lífeyrismál - streymi á vefnum

Fræðslufundur um stöðuna í lífeyrismálum opinberra starfsmanna fer fram í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 í dag kl. 13. Fundurinn verður einnig sendur út með fjarfundarbúnaði og hægt verður að fylgjast með honum skv. leiðbeiningum hér að neðan.
Lesa meira
Trúnaðarmannanámskeið að fara af stað

Trúnaðarmannanámskeið að fara af stað

Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
Mikill ávinningur af starfi VIRK

Mikill ávinningur af starfi VIRK

Í lok árs 2015 voru um 1900 einstaklingar í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK en alls hafa rúmlega 9200 einstaklingar leitað til VIRK frá því að byrjað var að veita þjónustu í lok árs 2009. 5100 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og um 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift.
Lesa meira
Áramótapistill formanns BSRB

Áramótapistill formanns BSRB

Í áramótapistli sínum fer Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB yfir það markverðasta á árinu 2015 og þau verkefni sem framundan eru hjá bandalaginu og verkalýðhreyfingunni sem heild. Kemur hún þar m.a. inn á vinnu við nýtt vinnumarkaðsmódel, áherslur á fjölskylduvænna samfélag og styttingu vinnutíma sem prófuð verður hjá tilteknum stofnunum ríkisins á árinu, þörfina fyrir að tryggja jafnan aðgang allra að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og fleira.
Lesa meira
Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981 á Þorláksmessu. Gengið er frá Hlemmi og fer gangan að þessu sinni af stað á slaginu kl. 18.
Lesa meira
Raunútgjöld til heilbrigðismála hafa lækkað

Raunútgjöld til heilbrigðismála hafa lækkað

Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa lækkað á undanförnum árum sem og raunútgjöld á mann segir Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði við hjúkrunardeild Háskóla Íslands.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?