Slæm staða heilsugæslunnar og Landspítalans er bein afleiðing þess kerfis sem verið hefur við lýði hér á landi undanfarna áratugi, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Hann fagnar því að fjölga eigi heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár og segir virkilega alvarlegt ef uppbygging Landspítalans tefjist enn vegna deilna um staðsetningu spítalans.
Birgir var gestur Velferðarnefndar BSRB á fimmtudag. Hann fór yfir stöðu heilbrigðismála hér á landi og þær leiðir sem hann telur færar til að bæta íslenska heilbrigðiskerfið. Á fundinum sagði Birgir augljóst að Ísland hafi setið eftir á meðan heilbrigðisþjónustan á hinum Norðurlöndunum hafi þróast til betri vegar.
BSRB fagnar nýjum heilsugæslustöðvum
„Við fögnum öll þremur nýjum heilsugæslustöðvum,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, á fundinum. Hún sagði bandalagið með þá skýru stefnu að heilsugæslan, eins og önnur heilbrigðisþjónusta, eigi að vera rekin á samfélagslegum grunni. Elín benti á að heilbrigðisráðherra ætli ekki að veita meira fé til heilsugæslunnar þrátt fyrir að fjölga eigi stöðvunum um þrjár, sem sé afar neikvætt. Þá sagði hún það áhyggjuefni að einhverjir læknar segi að þeir vilji frekar vinna á einkareknum stöðvum en þeim sem eru reknar af hinu opinbera.
Birgir sagði mikilvægt að setja afar skýrar kröfur eigi út í frekari einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. „Ég er ekki sammála því að það þurfi að vera einkarekin þjónusta til að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólk,“ sagði Birgir. Hann sagðist þó ekki hafa neitt á móti því ef einhverjir telji að einkarekstur þurfi til og vilji spreyta sig á að reka heilsugæslu, aðalatriðið sé að þjónustan sé í lagi. Til þess þurfi skýra kröfulýsingu, eins og heilbrigðisráðherra hafi talað fyrir.
Þarf að hugsa heildstætt um sjúklingana
Miðpunkturinn í heilbrigðiskerfinu er öflugt háskólasjúkrahús, Landspítalinn. Birgir sagði ýmislegt athugavert við stöðuna á Landspítalanum í dag. Þannig hafi verið skorið allt of mikið niður í framlögum til spítalans, eins og raunar heilbrigðiskerfisins alls. Því sé komin veruleg þörf fyrir auknar fjárveitingar til kerfisins.
Landlæknir segir að breyta þurfi kerfinu þannig að hugsað sé heildstætt um hag sjúklinga. Skortur á slíkri heildstæðri hugsun sé Akkilesarhæll íslenska heilbrigðiskerfisins. Þannig fái sjúklingar með smávægileg vandamál ágæta þjónustu, þeir geti leitað til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og fengið úrlausn sinna mála ef þeir þurfi þess. Öðru máli gegni um þá sem glími við krónísk vandamál. Birgir benti á að þegar þeir einstaklingar leiti til kerfisins eigi að mæta þeim teymi sérfræðinga sem geti tekið á þeirra vandamálum. Raunin sé önnur, þeir séu sendir á milli sérfræðinga og stofnana og fái meðhöndlun sem sé með öllu óboðleg.
Áherslan á dagdeild og göngudeild
Afleiðingarnar af því kerfi sem verið hefur við lýði hér á landi undanfarin ár blasa við, sagði Birgir. Hann segir heilsugæsluna afar veika, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og að Landspítalinn sé í fjársvelti.
„Til að halda áfram að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustunni verður að auka dagdeildarstarf og göngudeildarstarf á háskólasjúkrahúsinu,“ sagði Birgir. Hann sagði Landspítalann byggðan þannig upp að hann leggi of mikla áherslu á innlagnir á meðan þróunin á hinum Norðurlöndunum sé sífellt meira á dagdeildir og göngudeildir. Á meðan sé nánast til háborinnar skammar sú aðstaða sem göngudeild Landspítalans þurfi að búa við. Úr þeim vanda verði ekki leyst öðruvísi en með nýjum Landspítala.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB